Afleysingar fyrir grunnskóla

Aukakennari er íslenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í forfallaþjónustu vegna starfsfólks í grunnskólum og aðstoð við skipulag, skýrslugerð og stefnumótun fyrir grunnskóla. Ennfremur sjáum við um sjúkrakennslu, fjarkennslu og einkakennslu.

Um okkur

Aukakennari býður upp á fjölbreytta afleysingaþjónustu fyrir leik- og grunnskóla sem er þróuð af reynslumiklu skólafólki. Kjarninn í starfseminni er að bjóða upp á gæðakennslu og gefa skólum kost á að ráða til sín hæfa kennara, kennaranema eða annað háskólamenntað fólk. Einnig sérfræðinga til að hlaupa í skarðið þegar tímabundið vantar fólk eða verkefnin verða of viðfangsmikil.

Aukakennari er lausn sem sparar bæði skólastjórnendum tíma og auðveldar kennurum að finna afleysingar sem henta þeim. Aukakennari er afleysingaþjónusta fyrir lengri og skemmri forföll en annast ekki vinnumiðlun fyrir fastar stöður eða önnur laus störf.

Einkakennsla er einnig í boði fyrir nemendur á grunnskólastigi sem vilja eða þurfa að efla sig í náminu.

Fyrir kennara

Afleysingakennsla hentar vel fyrir kennara sem vilja hafa sveigjanlegan vinnutíma og þá sem vilja vera i hlutastarfi eða þá sem vilja vinna mikið. Einnig fyrir þá sem vilja kynnast fjölbreyttri kennslu í ólíkum skólum og skólastigum

Lesa meira
Fyrir skóla

Fyrir skóla

Aukakennari er nýtt fyrirtæki sem býður upp á afleysingaþjónustu fyrir skóla, stuðning við stjórnendur og einkakennslu fyrir nemendur.

  • Á vefsíðunni er yfirlit yfir kennara með fjölbreytta menntun og sérþekkingu
  • Auðveldar skólastjórnendum að skipuleggja fyrirséð forföll
  • Vefkerfi heldur utan um tímaskráningu
  • Samskipti fara fram í gegnum vefsíðuna

Tímasparnaður fyrir skólastjórnendur sem eru að leita eftir kennurum í afleysingar.

Algengar spurningar

Hafðu samband

Tölvupóstur:

aukakennari@aukakennari.is

Sími:

626-2042

694-6694