Fyrir skóla

Aukakennari býður upp á gæðakennslu í skólum þegar manna þarf forföll. Skólastjórnendur standa daglega frammi fyrir áskorunum í starfsmannahaldi og verja miklum tíma við að finna rétta aðila til að fylla skörð þeirra kennara sem vantar vegna veikinda, leyfa, endurmenntunar eða annars.

Nýtt vefkerfi Aukakennara gerir þessa leit auðveldri og sparar mikinn tíma við að finna hæft fólk í fjölbreytt verkefni. Skólastjórnendur geta skoðað á lokaðri vefsíðu hvaða kennarar vilja taka að sér kennslu, á hvaða tíma þeir eru lausir og hverjar eru þeirra helstu kennslugreinar. Skólastjórnandi getur síðan sent beiðni á þann kennara sem honum lýst best á og stenst væntingar skólans. Kennarinn svarar þá eða hafnar boði um starf. Einfalt og skilvirkt.

Aukakennari er afleysingaþjónusta fyrir lengri og skemmri forföll en mun ekki annast vinnumiðlun fyrir fastar stöður eða önnur laus störf.

Við bjóðum líka upp á sjúkrakennslu fyrir einstaka nemendur og fjarkennslu ef þörf er á.

Hjá Aukakennaranum starfa m.a. fagmenn með mikla reynslu af skólastjórnun og geta komið sem liðsauki við stjórnunarteymi skóla bæði vegna forfalla og við ýmis verkefni s.s. stefnumótunarvinnu, gerð ýmissa áætlana, við styrkumsóknir, gerð starfsáætlana og undirbúnings við ytra mat.

Skólar úti um landið geta einnig nýtt sér þjónustu Aukakennara þegar um lengri forföll er að ræða. Það getur stundum verið aðeins flóknara en við reynum að leysa málin eins og kostur er. Liðsauki við stjórnunarteymi er hentug lausn fyrir smærri skóla.

Aukakennari þjónar bæði skólum sveitarfélaga og sjálfseignastofnunum.

Vertu endilega í sambandi fyrir frekari upplýsingar. Netfangið okkar er aukakennari@aukakennari.is

Hafðu samband

Tölvupóstur:

aukakennari@aukakennari.is

Sími:

626-2042

694-6694